Laugardagur 19. mars 2011

78. tbl. 15. árg.

F

Nú þegar Reykjanesbær hefur náð að pumpa erlenda banka um aukna lánafyrirgreiðslu hljóta menn að velta því fyrir sér hvaða hluti Íslands sé eiginlega einangraður frá alþjóðlegum fjármálamarkaði. AY-uh-fyat-luh-YOE-kuutl  og?
 Mynd: Reykjanesbær.is.

yrir ári lét ríkisstjórnin, „fræðasamfélagið“, Ríkisútvarpið og „aðilar vinnumarkaðarins“ heimsendaspánar dynja á landsmönnum. Það yrði að gefast upp í Icesave-málinu, annars færi allt norður og niður og Ísland yrði Kúba norðursins. Þegar þjóðin fékk að kjósa um Icesave II, áttu stjórnarliðar fyrst vart orð til að lýsa ábyrgðarleysinu og skelfingunni sem fylgdi ef lögin yrðu felld. Allt reyndist það þvættingur.

Núna er svipaður söngur byrjaður aftur. Aftur er það alveg nauðsynlegt að gangast undir kröfur Breta og Hollendinga. Annars verður Ísland „einangrað á alþjóðlegum fjármálamarkaði“.

Seint á síðasta ári náði stórfyrirtækið Marel miklum samningum um endurfjármögnun í erlendum bönkum. Fram kom hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins að aldrei hefði verði minnst einu orði á Icesave-málið í viðræðunum við hina erlendu banka. Og í hvaða landi störfuðu þeir? Þetta voru hollenskir bankar.

Á dögunum fékk Landsvirkjun vilyrði Norræna fjárfestingarbankans vegna lána til byggingar Búðarhálsvirkjunar. Össur hf. og Icelandic Group hafa einnig sótt sér mikið fé til erlendra fjármálastofnana að undanförnu. Og í vikunni bættist enn einn íslenskur aðili í þennan hóp. Sjálfur Reykjanesbær, sem stendur nú ekki of glæsilega, samdi við erlendan banka um framlengingu láns, sem gjaldfallið hafði á síðasta ári.

Auðvitað eru erfiðleikar á fjármálamarkaði. Þeir eru um allan heim. Við það bætist að erlendir bankar horfa vitanlega til þess að þeir og félagar þeirra töpuðu þúsundum milljarða króna á lánum sem þeir veittu íslensku bönkunum. Þau spor hræða skiljanlega ennþá. Þegar einkaaðilar taka ákvörðun um lán til fyrirtækja þá hugsa þeir um hvaða ávöxtun býðst og hver áhættan er. Þeir velta ekki fyrir sér andartak hvort embættismenn í fjármálaráðuneyti í landi lántakans eigi í deilu við embættismenn í öðrum fjármálaráðuneytum út af einhverjum fjárhæðum sem hvorugan varðaði um en hinir síðarnefndu ákváðu upp á eigin spýtur að blanda sér í.