Mánudagur 30. ágúst 2010

242. tbl. 14. árg.

G ríðarstórt menningarhús var tekið í notkun á Akureyri um helgina. Húsið kostaði um þrjá milljarða króna í byggingu og mun kosta hundruð milljóna á ári í rekstri. Fyrir tveimur árum sagði Kristján Þór Júlíusson að Akureyringar ættu að hætta að kvarta yfir framkvæmdinni, en vera bara stoltir af henni.

Nú hefur húsið verið tekið í notkun og er sagt heita Hof. Þar mun vera um gælunafn að ræða, því raunverulegt nafn er vitaskuld Óhóf.

N úverandi borgarstjóri greindi frá því á vefsíðu sinni að sér væri sýndur hroki og lítilsvirðing í borgarstjórn. Sjálfur sýndi hann auðmýkt og brosti til allra, en minnihlutinn svaraði því með leiðindum og hroka.

Hvernig hefðu álitsgjafar, fjölmiðlar og umræðumenn tekið því, ef Ólafur F. Magnússon hefði skrifað slíkt um sig og aðra í borgarstjóratíð sinni?