V
![]() |
Blaðaauglýsingar 2005. Steinunn Valdís auglýsti sig á kostnað borgarbúa. Svo hætti hún sem borgarstjóri og að hlusta. |
efþjóðviljinn leitar enn skýringar á því hvernig Glitnir gat farið um koll án þess að styðja frambjóðendur í prófkjörum.
Ef marka má ýmsa spekinga og umsátur ólánsfólks um heimili þingmanna voru bankamenn og þingmenn svo uppteknir við að færa styrki á milli sín að bankamennirnir leiddu bankana sína í glötun og stjórnmálamönnunum láðist að bjarga þeim. Flestir telja þó nú að bankarnir hafi verið lifandi lík frá því snemma árs 2006. En frá því snemma árs 2003 og langt fram á árið 2006 voru bara engin þingprófkjör hjá stjórnmálaflokknum. Hvernig ætla menn þá að kenna framlögum í prófkjörssjóði um vonlausa stöðu bankanna vorið 2006? Í hverju fólst hið „óheilbrigða samband viðskiptalífs og stjórnmálamanna á Íslandi“ á árunum 2003 til 2006? Var ekki formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra hluta þess tíma, ásamt dómsmálaráðherranum þáverandi, í eilífum skærum við helstu útrásarhetjurnar á þessum árum?
Kannski skýrist þetta og ráðgátan um Glitni þegar skattgreiðendur verða búnir að greiða 700 milljónir fyrir setu 30 vitringa á ráðgefandi stjórnlagaþingi. Þá verður að minnsta kosti búið að girða fyrir það með ákvæði í stjórnarskrá að bankar fari bara sísona á hliðina. Hvílíkur léttir.
Já margir telja það mikla bölvun að stjórnmálaflokkar og frambjóðendur séu studdir með frjálsum framlögum borgaranna. Til að losa menn undan því böli að taka við peningum af fólki sem vill láta þá af hendi voru sett lög um fjármál stjórnmálasamtaka í desember 2006. Styrkir yfir 300 þúsund krónum voru bannaðir og fyrirtækjum meinað að styrkja nema nafn þeirra yrði birt opinberlega öðrum við viðvörunar. Um leið var ríkisstyrkur til stjórnmálaflokkanna stóraukinn. Stjórnmálaflokknum var breytt í ríkisstofnanir. Lætur nærri að skattgreiðendur styrki þá stjórnmálaflokka sem setu eiga á þingi um nær 2 milljarða króna á kjörtímabili. Hver vinnufær maður í landinu greiðir stjórnmálaflokkunum 10 þúsund krónur á kjörtímabili.
Engum hefur samt flogið í hug að kenna mörg hundruð milljónum króna úr ríkissjóði um meintar syndir stjórnmálaflokkana á árunum 2007 og 2008. Nei þetta er allt frjálsum framlögum upp á brot af því kenna. Vorið 2007 lagðist margt á eitt til að svæfa stjórnmálaflokkana. Þeir urðu steinrunnar stofnanir á fjárlögum ríkisins. Stærstu stjórnmálaflokkarnir tóku sig saman um myndun ríkisstjórnar með ofboðslegan þingmeirihluta. Margir álitu að þessi stjórn myndi sitja út öldina. Miðjumoð úr báðum flokkum var áberandi. Það hefði enginn veitt því sérstaka athygli þótt flokkarnir hefðu skipst á forystumönnum. Það varð sprenging í ríkisútgjöldum sem á stóran þátt í því að ríkissjóður safnar nú skuldum upp á 150 milljarða á hverju ári.
Og þá er sagt að stjórnmálaflokkarnir séu rúnir trausti almennings. Og hvað? Finna þeir fyrir því að fólk hætti að greiða félagsgjöldin. Nei, félagsgjöldin skipta ekki máli hjá ríkisstyrk upp á mörg hundruð milljónir á ári. Og nú líður að kosningum. Þá hafa þessir flokkar fullar hendur fjár en ný framboð ekkert. Það er meira að segja búið að banna nýjum framboðum að þiggja frjáls framlög af þeim sem vilja leggja einhverri hugsjón lið.
Svo hafa flokkarnir sem sitja að völdum auk þess ýmis önnur ráð með að kynna sig eins og Steinunn Valdís Óskarsdóttir gerði svo eftirminnilega árið 2005