Föstudagur 30. apríl 2010

120. tbl. 14. árg.

N ú skilur Vefþjóðviljinn ekki. Hvernig gat Glitnir farið á hliðina þegar mikilvægustu skilyrðum hruns íslenskra banka var engan veginn fullnægt?

  • Glitnir var ekki einkavæddur upp úr aldamótum, heldur varð hann til úr ýmsum bönkum; Iðnaðarbankanum, Verzlunarbankanum, Alþýðubankanum, Útvegsbankanum sem einkavæddur var í tíð síðustu vinstri stjórnar og svo FBA sem allir Íslendingar gátu keypt helminginn af þegar hann var einkavæddur fyrir aldamótin.
  • Stjórnvöld höfðu ekkert gert til að stuðla að þröngu eignarhaldi á bankanum, nema síður sé.
  • Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá skilanefnd Glitnis studdi bankinn enga frambjóðendur í prófkjörum.

Allt stangast þetta á við meginkenningar bloggvísindanna um bankahrun.