Fimmtudagur 25. mars 2010

84. tbl. 14. árg.

Þ

eir voru fljótir að renna á lyktina. Þarna var tækifæri sem byðist ekki aftur. Það var ekki eftir neinu að bíða.

Fyrst réðust þeir á þá sem áttu möguleika að halda velli. Þeir hækkuðu tekjuskattinn hressilega á þá sem hefðu ella getað unnið sig út úr skuldunum.

Þegar það dugði ekki til að buga menn var vinnan tekin af fjölda fólks með því að hækka tryggingagjaldið, tekjuskatt fyrirtækja og orkuskatta. Ef menn ætla að búa til ný atvinnutækifæri er það stöðvað með skriffinnsku, boðum og bönnum.

Fjármagnstekjuskattinn hækkuðu þeir til að koma í veg fyrir að fólk gæti bjargað sér á sparifé eða leigutekjum.

Svo „buðu“ þeir almenningi að taka út séreignalífeyrissparnaðinn sinn en hirða af honum hinn hækkaða tekjuskatt. Þar kom boð um afskriftir skulda en það var bara agn til að narra menn í skattagildru til lífstíðar.

Til að draga þrek úr sem flestum í einu lagi var svo ánauð á galeiðu hennar hátignar kynnt sem sú glæsilegasta niðurstaða sem í boði væri.

Þeir sem leituðu huggunar í flöskunni voru svo skattlagðir enn frekar.

Þar er þeim rétt lýst. Efnahagslegir hrægammar.