Laugardagur 20. mars 2010

79. tbl. 14. árg.

Þ á koma þeir hlaupandi með plástrana. Steingrímur og Indriði eyðilögðu skattkerfið með hækkun skatthlutfalla og alls kyns flækjum. Þetta hefur dregið þrek og þor úr aflögufærum landsmönnum. Nú horfa þeir félagar einnig upp á stóraukin undanskot, ekki síst af viðhalds- og þjónustustarfsemi. Iðnaðarmaður þarf ekki aðeins að greiða hærri tekjuskatt af innkomu sinni. Eldsneyti á bílinn hans var snarhækkað með skattlagningu.Virðisaukaskattur var gerður sá hæsti í heimi. Tryggingagjald er allt í einu komið í 8,65% en það er greitt af öllum launagreiðslum, þar með töldum iðgjöldum í lífeyrissjóð.

Þrátt fyrir stór orð og fjölgun starfsmanna hjá skattinum er það sem fyrr nokkurn veginn á valdi kaupanda og seljanda vinnu hvort hún er gefin upp til skatts.

Fyrst reyndu Indriði og Steingrímur á lappa upp á skemmdarverk sín með því að endurgreiða mönnum virðisaukaskatt af viðhaldi íbúðarhúsnæðis með alls kyns flóknum og misheimskulegum undanþágum. Það dugði skammt. Nú boða þeir að kostnaður við viðhald verði einnig frádráttarbær frá tekjuskatti. Sagt er að frádrátturinn verði 200 þúsund krónur fyrir einstakling og 300 þúsund fyrir hjón. Þarna verður til nýr gjaldmiðill. Má ég skrifa múrviðgerðir á tröppunum okkar á ykkur mömmu? Múrarinn er til í að skrifa vinnuna sem flísalögn á baðinu hjá ykkur. Svo skiptum við endurgreiðslunni frá skattinum.

En það má auðvitað fjölga starfsmönnum hjá skattinum sem fara heim til mömmu og pabba og rannsaka hvort flísalögnin sé ný af nálinni.

ÞÞ að eru aðallega ungar erlendar konur sem dansa nektardans hér á landi.“ Þannig hljóma nýjustu rökin fyrir því að banna fólki að vera beru gegn gjaldi á skemmtistöðum. Á hverju áttu menn von? Gömlum íslenskum?

Og er það ekki dæmigert að þetta skuli ekki einkum heyrast frá handhöfum umburðarlyndisins, fjölmenningarflokkunum? Ungar erlendar, fussumsvei.

Það er verst að Frjálslyndi flokkurinn skuli ekki eiga fulltrúa á þingi lengur. Hann var því sérlega andvígur að ofklæddar konur kæmu til landsins. Það hefðu getað orðið ansi merkar umræður um klæðaburð erlendra kvenna hér á landi.