Laugardagur 27. febrúar 2010

58. tbl. 14. árg.

S amkvæmt fréttum hefur sala eldsneytis dregist saman um 15% að undanförnu. Mikil hækkun eldsneytisverðs á án efa einhvern þátt í því.

Þótt þessi samdráttur í eldsneytissölu sé ekki mikill miðað við margt annað – til dæmis fjölda tölublaða dagblaða í viku hverri –  hefur gefið ýmsum tilefni til hnútukasta út í einkabílinn. Við erum alltof háð bílnum, segja menn, jafnvel stjórnmálamennirnir sem eru að hækka gjöldin á eldsneytið. Að því sögðu er farið að bera Reykjavík saman við milljónaborgir þar sem landskortur hefur beinlínis þvingað menn til að byggja þétt og upp í loftið. Þar er nú aldeilis hægt að hjóla, labba og taka strætó. Svo koma hefðbundnar klisjur um mengunina frá bílunum og hvernig mætti draga úr henni með því að þétta byggð.

Ef byggð er þétt um 50% þurfa íbúar að draga úr bílaeign sinni um 33% til bílum á svæðinu fjölgi ekki. Það liggur ekkert fyrir um að Reykvíkingar myndu síður vilja eiga bíl þótt nágrönnum þeirra fjölgaði með þéttingu byggðar. Líklegasta niðurstaðan af þéttingu væri einfaldlega þéttari umferð, meiri umferðatafir og þar með meiri mengun.

Og Reykjavík og nágrannabæir hennar eru svo víðs fjarri þeim þéttleika sem þarf til að bera sæmilegar strætisvagnasamgöngur að menn geta eiginlega sleppt því að hugleiða þann möguleika í bili.