Mánudagur 3. ágúst 2009

215. tbl. 13. árg.

Þ eir eru ágætir á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Í gær leituðu þeir álits hlutlauss fræðimanns í framhaldi af lögbanni því sem sýslumaðurinn í Reykjavík hafði lagt á fréttastofuna. Var þar haft eftir Þorbirni Broddasyni, sem „prófessor í félagsfræði“, að úrskurður sýslumanns væri „sýndarmennska“. Að vísu væru reglur hér í lagi, en „kunningjasamfélagið, ættarsamfélagið og sko pólitíska, flokkspólitíska hollustan, hún hefur náttúrlega riðið húsum hér árum og áratugum saman.“

Þetta er söngur sem alltaf fellur vel að eyrum fréttamanna. En er það ekki skemmtilegt, að maðurinn sem fréttastofa Ríkisútvarpsins leitar til þegar ræða þarf lagadeilu sem fréttastofan á í, og kynnir sem hlutlausan fræðimann, maðurinn sem strax fer að tala um kunningjasamfélag og ættarsamfélag, er einmitt bróðir varafréttastjóra Ríkisútvarpsins, Brodda Broddasonar?

Þó hvorki fréttastofan né fræðimaðurinn hafi séð ástæðu til að segja áheyrendum frá þeim tengslum, í fréttinni um kunningjasamfélagið.