Helgarsprokið 23. nóvember 2008

328. tbl. 12. árg.
Íslenskar fjárfestingar á sviði jarðorku gætu því á næstu 2-3 árum orðið 50-100 milljarðar á ári, en gætu síðar miðað við áætlanir þeirra sem stýra útrásinni aukist í 2-300 milljarða á ári. Miðað við þann mikla áhuga sem er á alþjóðlega vísu á því að virkja jarðhita, og þær undirtektir sem íslensku útrásarfyrirtækin hafa fengið í stóru jarðhitalöndunum, einsog Indónesíu, Filippseyjum og Bandaríkjunum, þá er ekki ólíklegt að innan 10 ára gætu fjárfestingar íslenskra útrásarfyrirtækja á sviði jarðorku numið yfir 2 þúsundum milljarða íslenskra króna og í hreinni íslenskri eign yrðu þá 10-15 þúsund MW jarðorkuvirki – í 20 til 30 löndum.
– Úr ræðu Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar 4. nóvember 2007.