Mánudagur 20. október 2008

294. tbl. 12. árg.

S amfylkingin hefur kynnt sig sem umræðustjórnmálaflokk þar sem ákvarðanir, stórar sem smáar, séu teknar eftir vandaða, faglega, nútímalega og lýðræðislega umræðu. Fyrsta meiriháttar lagasetningin eftir að flokkurinn settist í stjórn var keyrð í gegnum þingið á nokkrum klukkustundum 6. október. Og nú vill flokkurinn gera Ísland að tilraunaverkefni hjá einhverjum hagfræðistúdent hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Án tafar. Án umræðu. Því mun fylgja mesta skuldsetning ríkissjóðs í sögunni. Án umræðu.

Við þetta má kannski bæta lýsingu Joseph E. Stiglitz fyrrverandi aðalhagfræðings Alþjóðabankans á starfsaðferðum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins:

When the IMF decides to assist a country, it dispatches a “mission” of economists. These economists frequently lack extensive experience in the country; they are more likely to have firsthand knowledge of its five-star hotels than of the villages that dot its countryside. They work hard, poring over numbers deep into the night. But their task is impossible. In a period of days or, at most, weeks, they are charged with developing a coherent program sensitive to the needs of the country. Needless to say, a little number-crunching rarely provides adequate insights into the development strategy for an entire nation. Even worse, the number-crunching isn’t always that good. The mathematical models the IMF uses are frequently flawed or out-of-date. Critics accuse the institution of taking a cookie-cutter approach to economics, and they’re right. Country teams have been known to compose draft reports before visiting. I heard stories of one unfortunate incident when team members copied large parts of the text for one country’s report and transferred them wholesale to another. They might have gotten away with it, except the “search and replace” function on the word processor didn’t work properly, leaving the original country’s name in a few places. Oops.
Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ítrekar í viðtali við AFP fréttastofuna í dag að viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu myndu ekki taka langan tíma. Rehn lýsti sömu skoðun í september þegar hann ræddi við íslenska þingmenn í svonefndri Evrópustefnunefnd. „Ísland er augljóslega lýðræðisríki, sem hefur þegar gert samninga um líklega 2/3″ af regluverkinu sem þarf að að fá aðild að ESB.
– Ollie Rehn stækkunarstjóri vill Íslendinga inn í Evrópusambandið.

Þ að teljast varla fréttir að forystumenn Evrópusambandsins vilji ólmir fá Ísland inn i sambandið, það hafa þeir viljað lengi. Ástæðan fyrir því er einföld, Ísland er ríkt af náttúruauðlindum og þá ekki síst náttúruauðlindum sem þessum sömu forystumönnum hefur hreinlega tekist að rústa á yfirráðasvæði ESB. Þar bera auðvitað hæst auðlindir í hafinu. Forystumenn ESB eru ekki einir um löngun til þess að komast í íslenskar auðlindir, það á ekki síður við um til að mynda útgerðarmenn í aðildarríkjum sambandsins eins og þann sem átti aðsenda grein á síðum Morgunblaðsins nú um helgina. Og nú þykir auðvitað alveg tilvalið að reyna að lokka Íslendinga inn í ESB vegna erfiðleika í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Íslendingar hafa annars kynnst því ágætlega að undanförnu hversu vel er hægt að stóla á aðildarríki ESB þegar á reynir. Aðstoð var einfaldlega ekki í boði. Og slík aðstoð hefur reyndar sömuleiðis verið af skornum skammti á milli aðildarríkja sambandsins. Þegar mest á reynir hafa þau átt í mesta basli með að starfa saman á vettvangi ESB þó það hafi ekki vantað áróðurinn á liðnum árum um að Evrópuríkjum væri algerlega fyrirmunað að starfa saman ef þessu skriffinnskubákni væri ekki fyrir að fara. Engu að síður hafa aðildarríkin frekar kosið að takast á við efnahagsvandann hvert út af fyrir sig fremur en fyrir tilstilli ESB enda væntanlega ágætlega meðvituð um það að ef eitthvað ætti að gerast undir forystu sambandsins væri von á aðgerðum í besta falli einhvern tímann á næsta ári.

Fyrir helgi tók ESB sig annars til og lýsti yfir stuðningi við aðgerðir íslenskra stjórnvalda vegna efnahagsvandans en notaði um leið tækifærið og lýsti sömuleiðis yfir stuðningi við afstöðu breskra stjórnvalda gagnvart Íslandi. Íslendingar yrðu nefnilega að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, svona eins og það hafi ekki staðið til. Og nú hefur ESB sem sagt enn eina ferðina boðið fram aðstoð sína við að afnema sjálfstæði Íslendinga og taka yfir stjórn náttúruauðlinda þeirra. Ísland er lýðræðisríki segir Ollie Rehn stækkunarstjóri ESB í netmogganum. Það verður hins vegar seint sagt að ESB sé mjög lýðræðislegt fyrirbæri og djúp fyrirlitning sambandsins á lýðræðinu hefur oft komið fram og nú síðast í allri aðkomu þess að þjóðaratkvæðinu á Írlandi í sumar.

Svo er það góð regla að hafna öllum tilboðum um stækkun sem menn fá á netinu.