Þriðjudagur 30. september 2008

274. tbl. 12. árg.

Þ að er óhætt að mæla með því að menn fylgist með því sem Institute of Economic Affairs gefur út. Fyrir ári gaf stofnunin til að mynda út ritið They Meant Well, Government Project Disasters þar sem D. R. Myddelton prófessor við Cranfield School of Management segir frá sex opinberum verkefnum sem eiga það sammerkt að kostnaður fór úr böndunum og skattgreiðendur sátu uppi með stóran reikning fyrir hinum „góðu málum“. Meðal verkefna sem Myddelton skoðar eru Concord og Þúsaldarhvelfingin.

Hann kemst að þeirri niðurstöðu að kostnaðaráætlanir opinberra verkefna séu jafnan viljandi of lágar enda auðveldar það afgreiðslu máls ef hluti kostnaðar er falinn til að byrja með. Myddelton segir að á markaðnum beri fjárfestar kostnaðinn af því sem illa gengur en hjá hinu opinbera séu það skattgreiðendur sem gjalda fyrir mistök. Því sé opinberum verkefnum haldið gangandi alveg ótrúlega lengi þótt það liggi fyrir að þau muni aldrei standa undir sér.

Gæti ekki einhver tekið saman svona kver um íslenskan ríkisrekstur? Tónlistarhúsið, stúkuna við Laugardalsvöll, fæðingarorlofssjóð, Grímseyjarferjuna, Veru, Orkuveituhúsið, Línu-net…