Miðvikudagur 23. apríl 2008

114. tbl. 12. árg.

E r kominn tími til að hætta, spyr Lýðheilsustöð sigri hrósandi í auglýsingu í nýjustu Skrúfunni, blaði vélstjóraefna. Undir spurningunni stendur veslings stúlkan með rettuna og eldspýturnar og er að auðvitað að krókna.

Já má ekki bjóða þér að hætta frekar en að fá blöðrubólgu? Má ekki bjóða þér inn í hlýjuna til góða fólksins? Inn í stofu til reyklausa liðsins?

En hvernig var það annars, hver bannaði mönnum að mestu leyti að reykja innan dyra? Var það ekki ríkið að undirlagi Lýðheilsustöðvar?

Einmitt. Sama ríkið og úthýsti reykingamönnum úr flestum húsum landsins nema einkaheimilum notar það nú sem áróðursbragð gegn reykingum að það sé svo ömurlegt að standa úti í kulda og trekki.

Tóbaksvarnariðnaður ríkisins er svo sem löngu orðinn kunnur að aðferðum sem þessum. Ríkið skattleggur tóbak langt umfram flest annað og svo segja áróðursmaskínur þess á Lýðheilsustöð okkur reglulega hve menn geti sparað ofboðslega á því að hætta að reykja.