Þriðjudagur 25. september 2007

268. tbl. 11. árg.
Hræðsluáróður hefur lengi sett mark sitt á umræðuna um loftslagsmál. Hrollurinn náði hámarki í nornaveiðunum á miðöldum. Þegar Rannsóknarrétturinn hafði upprætt hina eiginlegu falsspámenn (hreyfingar borð við Cathar og Waldens) voru flestar nornir frá því snemma á 15. öld sakaðar um að valda vondu veðri. Páfinn lýsti því yfir árið 1484 að nornir hefðu „skaðað frjósemi jarðar, þrúgur vínviðarins, ávexti trjánna, … vínekrur, ávaxtalundi, engi, beitarland, hafra, hveiti og og aðrar korntegundir.“ Litlu ísöldinni í Evrópu fylgdi uppskerubrestur, hátt matarverð og hungur. Nornir voru hafðar til blóra í upplausninni. Talið er að allt að hálf milljón manna hafi verið tekin af lífi frá árinu 1500 til 1700 og það var sterk fylgni milli kulda og nornaveiða um alla Evrópu. Jafnvel um þessar mundir má finna slíka fylgni við veður sunnan Sahara í Afríku þar sem „nornir“ eru teknar af lífi þegar úrkoma er óvenjuleg, hvort sem er of mikil eða lítil, úrhelli eða þurrkur. Í einu héraða Tansaníu eru yfir 170 konur teknar af lífi á hverju ári.
– Björn Lomborg, Cool It, bls. 124 – 125.

Á

Eru bíleigendur engu skárri en Stalín að mati umhverfissinna?

rni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands – minna mega þau ekki heita fjöldasamtökin hans – ritaði grein í Fréttablaðið 19. september síðastliðinn. Í greininni líkti hann loftslagsbreytingum við Gúlagið í Sovétríkjunum og þeim sem efast á einhvern hátt um að maðurinn stýri veðurfari á Jörðinni líkti hann við kommana á Vesturlöndum sem neituðu tilvist fangabúðanna.

En hverjir eru þá eins og harðstjórarnir sem vörpuðu mönnum í Gúlagið? Eru það þá ekki þeir sem gefa frá sér gróðurhúsalofttegundir? Hinn almenni maður sem fer á bílnum sínum í vinnu, skóla og út í búð? Er lítill Stalín við stýrið á öllum einkabílum landsins, að mati Árna Finnssonar?

Árni er sem svo sem ekki einn um að líkja gróðurhúsaáhrifunum við helstu voðaverk sögunnar. Félagar hans meðal ofstækisfullra umhverfissinnar vilja halda ný Nurnbergréttarhöld vegna loftslagsmála og gera það saknæmt að afneita gróðurhúsaáhrifum af manna völdum, rétt eins og menn hafa verið sakfelldir fyrir að afneita helförinni. Þetta rekur (bls. 142) Björn Lomborg í hinni nýju bók sinni, Cool It, en umhverfissinnar hafa lagt Lomborg sjálfan að jöfnu við Adolf Hitler fyrir að leggja til að menn leysi brýnni viðfangsefni, eins og skæða sjúkdóma og vatnsskort, áður en farið verði í rándýrar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum.