Borgarfulltrúar R-listans gera reyndar þá kröfu á hendur ríkisvaldinu að það greiði allan kostnað við dýrari lausnina. Áður en sú kröfugerð hófst hefðu borgarfulltrúarnir mátt leiða hugann að því að Reykvíkingar greiða ekki aðeins skatta til borgarinnar heldur einnig til ríkisins. |
– Kjartan Magnússon borgarfulltrúi í Morgunblaðinu 23. mars 2004 |
Þ
Leiðirnar yfir sundin eru misdýrar. Há brú – hærri kostnaður. |
að kemur án efa flestum á óvart að ríki og sveitarfélög hirða hér um bil það sama af launum manna við útborgun. Tekjuskattur einstaklinga deilist hér um bil jafnt á ríki og sveitarfélög. Sveitarfélögin fá samkvæmt fjárlögum ársins 2004 60 milljarða króna úr launaumslögunum landsmanna á árinu og ríkið 66 milljarða króna. Því miður hefur borið mjög á því sjónarmiði meðal sveitarstjórnarmanna undanfarin ár að hallarekstur þeirra sé vegna þess að þau fái ekki nægan hlut í tekjustofnum hins opinbera. Sveitarstjórnarmenn hafa einblínt á tekjurnar þegar þeir leita að lausn á hallarekstri og tilheyrandi skuldasöfnun.
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi rekur í grein sinni í Morgunblaðinu hvernig borgarfulltúar R-listans líta á kostnað við Sundabraut. Ríkið mun taka kostnað á sig þar sem um stofnbraut er að ræða en þó aðeins sem svarar hagkvæmustu útfærslunni. Borgarfulltrúar R-listans virðast telja það eðlilegt að þeir stjórnmálamenn sem taka ákvörðun um hvaða leið eigi að fara eigi enga ábyrgð að bera á kostnaðinum. Fyrir það fyrsta virðast borgarfulltrúar R-listans ekki líta á kostnað borgarinnar sem kostnað sem kemur öðrum við en borgarfulltrúum. Það er engu líkara en að þeir telji tekjur borgarinnar, og rúmlega þær ef marka má skuldasöfnun borgarinnar síðustu 10 árin, sem sérstakt ráðstöfunarfé sitt sem enginn maður hafi lagt til og öllum sé sama hvernig farið er með. Að auki virðast þeir telja kostnað sem ríkið tekur á sig ekki koma Reykvíkingum við á nokkurn hátt. Reykvíkingar greiða þó líklega um 40% af þeim 66 þúsund milljónum króna sem ríkið innheimtir í tekjuskatt og sama hlutfall af þeim tugum milljarða sem ríkið innheimtir af bíleigendum á ári hverju. Það er því Reykvíkingum mikið kappsmál að ríkið, ekki síður en borgin, fari vel með það fé sem rennur til vegamála.
Eins og Vefþjóðviljinn hefur oft bent á yrðu þó engir ánægðari en bíleigendur ef hið opinbera hætti afskiptum af vegamálum og hætti sérstakra skattlagningu á bíla og eldsneyti. Þá myndi bensínlítrinn lækka niður fyrir 40 krónur og fólksbíll með sæmilegri vél sem kostar 2,5 milljónir í dag lækka í 1,5 milljón króna. Einkaaðilar hafa sýnt það hér sem annars staðar að þeir geta annað eftirspurn eftir góðum vegum og Sundabrautin yrði sennilega lögð með önnur sjónarmið í huga en borgarfulltrúar R-listans telja mikilvægust.
Ígær sagði mbl.is frá þeirri nöpru staðreynd að stöðugt fleiri séu húsnæðislausir í Nuuk á Grænlandi.
Sem kunnugt er hafa ýmsir áhyggjur af loftslagsbreytingum. Það er einnig frægt að ekkert gott getur hafst af þessum breytingum á loftslaginu. Allar breytingarnar skulu til hins verra. Meðal þeirra sem vart má mæla orð af viti um málið er Morgunblaðið sem hefur skrifað einstæð Reykjavíkurbréf um efnið. Það má heita með ólíkindum ef höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins, sem birtast mun í blaðinu á sunnudaginn kemur, grípur ekki tækifærið og kennir hlýnun loftslags um húsnæðisskortinn í Nuuk.