Laugardagur 8. nóvember 2003

312. tbl. 7. árg.

Menntamálaráðherra telur það við hæfi að heimila 5% hækkun nauðungaráskriftar að Ríkisútvarpinu á sama tíma og aðrir fjölmiðlar berjast í fyrir lífi sínu; flestir fækka nú starfsfólki, DV varð gjaldþrota og Norðurljós þurfa að færa hlutafé eigenda sinna niður um 80%. Ríkisútvarpið tekur stóran skerf af því auglýsingafé sem fjölmiðlum stendur til boða og einnig því fé sem heimilin verja til kaupa á fjölmiðlum.

Hækkun á nauðungargjöldum af þessu tagi er raunar aldrei við hæfi. Það er óhæfa að fólki sé ekki treyst til að velja sér fjölmiðla. Hvorki RíkissjónvarpiðRás 2 bjóða upp á efni sem aðrar stöðvar gera ekki. Það er nóg framboð af fréttum, framhaldsþáttum, kvikmyndum, kjaftaþáttum og popptónlist á öðrum stöðvum og enginn segir að dagskrárefni Rásar 1 muni ekki standa áfram til boða þótt ríkið hætti að neyða menn til að greiða fyrir það. Hafi Ríkisútvarpið einhvern tímann haft sérstakt „menningarhlutverk“ er það löngu farið fyrir ofan garð og neðan. Svonefnt „öryggishlutverk“ ráðstjórnarradíósins hefur margsýnt sig vera tómt píp þegar á hefur reynt.

Þeir sem vilja styðja við útgáfu Vefþjóðviljans geta gert það með því að smella á hnappinn merktan Frjálst framlag hér til hliðar. Kostnaður við útgáfuna og kynningu á henni hefur frá upphafi verið greiddur með frjálsum framlögum lesenda og óvíst hvernig færi ef þess góða stuðnings nyti ekki við. Sem er alveg eins og það á að vera.