Þ
Honda opnaði vetnisstöð í Los Angeles í júlí 2001. Hún gengur fyrir sólarorku. Í apríl árið 2003 var svo fyrsta vetnisstöðin í heiminum opnuð á Íslandi. |
etta er vonlaust. Það er sama hvað gert er. Það undir eins talið hafa „áhrif“, jafnvel „óafturkræf áhrif“. Já á náttúruna, jafnvel þessa „ósnortnu“ og jafnvel á „víðernunum“.
Umhverfisverndarsinnar hafa brennt sig á þessu. Þeir vilja vindmyllur þar til þeir átta sig á hávaðanum, „sjónmenguninni“ og fuglaslátruninni sem fylgir þeim. Þeir vilja sólarorku þar til „ósnortin víðerni“ fara undir sólfangarana. Þeir vilja vatnsafl þar til þarf að virkja það. Þeir vilja „sjálfbæra nýtingu auðlinda“ þar til kemur að auðlindum sem auðvelt er að afla fjár og félagsmanna út á, þá er nýtingin „siðferðilega röng“.
Margir umhverfisverndarsinnar hafa tekið nýtingu vetnis sem eldsneytis á farartæki fagnandi. Þessi nýja tækni, sem raunar er eldri en sprengihreyfillinn, hefur þann meginkost að út úr púströri farartækisins kemur aðeins saklaus vatnsgufa. Helsti gallinn er að framleiða þarf vetnið, það streymir ekki úr iðrum jarðar eins og olía, jarðgas og jarðgufa. Til þess að framleiða vetnið þarf meiri orku en fæst þegar það er notað aftur á farartæki. Og til þess að framleiða það þarf að nota orkugjafa á borð við alla þá sem fram að þessu hafa þótt ómögulegir vegna áhrifa sinna á umhverfið.
En gefum okkur bara að ekki þurfi að framleiða vetnið. Það falli til dæmis af himnum ofan. Eru menn þá ekki ánægðir? Raunar ekki. Í nýjasta helgarblaði DV blasti við mönnum ógnvænleg fyrirsögn í frétt „Vetnisbílar munu lækka lofthita jarðar“. Þetta mun vera vegna hættu á auknu skýjafari og þar með áhrifa sólar vegna svonefnds vetnisleka. Og ekki nóg með það. Svonefnt gat á ósonlaginu mun hætta að minnka og jafnvel stækka þegar tekur að kólna á pólunum. Auðvitað hefst ekkert gott af þessu gati því húðkrabbamein mun aukast í kjölfarið. Ef marka má frétt DV er þessi hryllingsmynd í boði sjálfs Tækniháskólans í Pasadena og þar á bæ boða menn auknar rannsóknir sem meta eiga áhrif „vetnislekans“ á votlendi jarðar. Verður það væntanlega ófögur lýsing. Ef ekki, munum við aldrei heyra af henni því góð tíðindi af umhverfinu þykja ekki fréttnæm.