Laugardagur 2. mars 2002

61. tbl. 6. árg.

Öfgar í tóbaksvörnum hér á landi á síðustu árum hafa orðið til að þeim sem er annt um eignarrétt og frelsi einstaklingsins þykir orðið nóg um. Yfirvöld hér á landi, með Tóbaksvarnaráð og nokkra öfgafulla þingmenn í fararbroddi, hafa sett þannig lög og reglur í nafni tóbaksvarna að menn ráða ekki lengur eigin húseignum, jafnvel ekki eigin heimilum. Og reykingamenn sem starfa á opinberum stofnunum þurfa að láta sér lynda að hírast með vindlinginn úti í frostinu, því hvergi er afdrep innandyra fyrir þetta voðalega fólk.

Tobacco: A Cultural History of How an Exotic Plant Seduced Civilization eftir Iain Gately
Tobacco: A Cultural History of How an Exotic Plant Seduced Civilization eftir Iain Gately

Nú hefðu sennilega einhverjir haldið að með núverandi löggjöf hér landi – og reyndar víðar um lönd nú um stundir – hefði hámarki verið náð í öfgafullri baráttu gegn tóbaksneyslu. Svo er þó ekki og þess vegna má ef til vill halda því fram að bókin Tobacco: A Cultural History of How an Exotic Plant Seduced Civilization eftir Iain Gately sé happafengur fyrir Tóbaksvarnaráð. Í bókinni kemur meðal annars fram að reykingamenn í Miklagarði í byrjun 17. aldar voru enn verr settir en félagar þeirra í Reykjavík í dag. Í Reykjavík fara opinberir starfsmenn um og reyna að hindra veitingamenn í að veita þá þjónustu sem þeir kjósa, en í Miklagarði forðum daga beitti Murad IV, leiðtogi Ottoman veldisins, enn harðsnúnari aðferðum. Hann fór um borgina í dulargerfi og bað fólk um reyk. Þeir sem gaukuðu að honum tóbaki guldu fyrir með höfði sínu. Á 14 árum misstu 25.000 reykingamenn höfuðið vegna dynta Murads IV.

Í bókinni má lesa um margar aðrar atlögur að tóbaksreykingum en flestar hafa verið nokkru vægari en afhausun reykingamanna. Þung skattheimta hefur til dæmis verið vinsæl baráttuaðferð um aldir. Allar eiga þessar baráttuaðferðir þó eitt sameiginlegt; þær hafa gengið alvarlega gegn grundvallarréttindum fólks, en hafa ekki dugað til að hindra það í að reykja