Laugardagur 31. júlí 1999

212. tbl. 3. árg.

„Einsetning skólanna“ er patentlausn sem mikið hefur verið barist fyrir undanfarin ár og svo mikilvæg hefur hún þótt að hún er nú fyrirskipuð í lögum um grunnskóla. Eru margir grunnskólar nú „einsetnir“ og unnið er að „einsetningu“ hinna. En þó skólamönnum þyki þetta markmið mikilvægt þá er átta menn sig á því að nauðsynlegt er að draga úr opinberum umsvifum. Í gær greindi menntamálaráðherra frá því, að ef það mætti auðvelda hinu opinbera að draga úr þenslu, þá væri hann reiðubúinn til að beita sér fyrir að grunnskólalögum yrði breytt þannig að ekki lægi eins á þessari „einsetningu“.

Það er mikið fagnaðarefni að Björn Bjarnason sé nú hlynntur því að ríki og sveitarfélög dragi úr byggingaráformum sínum. Það er því aðeins tímaspursmál hvenær hann sýnir þann skilning sinn í verki og leysir undirbúningsnefnd ríkistónlistarhúss frá sínum óþörfu störfum.