En e.t.v. má læra af útlöndum hvernig skólar geta náð í fé eftir öðrum leiðum. Frá því var sagt í fréttum á þýsku sjónvarpsstöðinni RTL í gærmorgun að sums staðar í Þýskalandi væru skólar nú farnir að taka við auglýsingum frá einkaaðilum til að kosta vissa starfsemi. Þannig væru t.a.m. auglýsingaskilti í íþróttasölum til að greiða fyrir tækjakost og á skólabílum til að greiða eldsneyti á þá. Þeir sem starfa í skólum landsins verða að fara að hugsa á ögn ferskari nótum en hingað til. Þeir ættu að fara fram á að skólarnir verði einkavæddir til að starfsmennirnir geti bryddað upp á nýjungum, bætt kjör sín og menntun nemenda.
Eins og við mátti búast bættust nokkur hundruð nýir félagar við félagatal Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu um helgina. Alltaf er eitthvað um óvæntan liðsauka. Að þessu sinni vakti nýskráning Hrafns Jökulssonar, varaþingmanns af Suðurlandi, mesta athygli. En Hrafn sagði sig úr Alþýðuflokknum fyrr á þessu ári.
Vegna helgarsproksins síðustu helgi um frammistöðu þátttakenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins barst athugasemd frá lesanda