Í Vestmannaeyjablaðinu Fréttir þann 4. september síðastliðinn er sagt frá því að Vestmannaeyjabær hafi tekið upp húsaleigubætur. Það er þó tekið fram í fréttinni að einungis fáist bætur fyrir þá leigu sem talin er fram!
Athugasemd við Veiðigjald, VII. af IX: Hin svokallaða hollenska veiki, sem eðlilegra væri að kalla hollensku gyllinæðina, er ein af röksemdum Þórólfs fyrir auðlindaskatti. Hún gengur í sem skemmstu máli út á að ríkið eigi að hægja á tilfærslum á fjármagni í hagkerfinu ef verðmæt auðlind verður skyndilega til. Þessi trú á afskiptum ríkisins af hagkerfinu er vægast sagt undarleg. Það hefur hvergi orðið til heilla að ríkisvaldið grípi inn í með þeim hætti og engin ástæða til að ætla að stjórnmálamenn sjái betur fyrir breytingar á aðstæðum í hagkerfinu en einstaklingar og fyrirtæki í frjálsri samkeppni á markaði. Þekking stjórnmálamanna á aðstæðum er óhjákvæmilega af skornum skammti og síður í samræmi við aðstæður líðandi stundar en þeirra sem taka ákvarðanir á markaði. Það kann vissulega að vera rétt að í tilfelli Hollands hafi markaðurinn ekki náð að spá rétt fyrir um atvinnuþróun, það er þó síður en svo röksemd fyrir því að ríkinu geti tekist betur til. Þvert á móti er það líklegt til að leiða til allrar þeirrar óhagkvæmni sem að áætlunarbúskap ríkisins fylgir.