213. tbl. 1. árg.
Václav Klaus, forsætisráðherra Tékklands, er einn merkasti… stjórnmálamaður samtímans. Hann var varð fjármálaráðherra árið 1990 skömmu eftir Flauelsbyltinguna og forsætisráðherra tveimur árum síðar og var driffjöðurin í hraðferð Tékka úr eymd félagshyggjunnar. Nú hefur CATO Institute gefið út ritgerðasafn eftir Klaus. Ber safnið heitið RENAISSANCE – The Rebirth of Liberty in the Heart of Europe og hefur það að geyma 29 ritgerðir og erindi sem Klaus hefur samið og flutt á ensku. Bókin hefur hlotið mikið lof. Í nýju fréttabréfi CATO er vitnað í þrjá einstaklinga: Margrét Thatcher segir: Klaus er eins merkasti stjórnmálamaður okkar tíma. Boðskapur hans er bæði kröftugur og hrífandi. Hann ætti ekki aðeins að heyrast í hjarta Evrópu heldur um heim allan. George P. Shultz, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Renaissance vera heillandi blöndu af hugsjónum í orði og á borði eftir mann sem hefur látið verkin tala. James M. Buchanan, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir: Þessar ritgerðir sýna glöggt hve hugsjónir hafa átt mikið erindi í umbyltingarstjórnmálin í Mið-Evrópu. Aðrar þjóðir ættu að óska sér stjórnmálamanna sem hafa svo ríkan skilning á frjálsu þjóðfélagi. Bókin fæst bæði hjá CATO Institute og Laissez-Faire bóksölunni. |
Í dag er eitt ár liðið, þrjú ár eftir…