Helgarsprokið 1. júní 1997

152. tbl. 1. árg.

Skattadagurinn er greinilega á næstu grösum…
og Heimdellingar byrjaðir að skrifa í blöðin að því tilefni. Vala Ingimarsdóttir, stjórnarmaður í Heimdalli, ritar grein í Morgunblaðið í gær þar sem segir: „Jafnaðar- og félagshyggjumenn eru yfirleitt tilbúnir til að samþykkja hugmyndir um nýja skatta og þvælast fyrir atvinnulífinu og verðmætasköpuninni eins og kostur er, þar sem þeir hafa mikla vantrú á að atvinnulífið gangi án afskipta embættis- og stjórnmálamanna. En það er einmitt meginþversögn vinstrimanna að þeir hafa allir mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig skuli skipta þjóðarkökunni, en virðast hafa megnustu skömm á bakstri hennar.“