Laugardagur 31. maí 1997

151. tbl. 1. árg.

„Lífrænt ræktað“ er nýjasta tískubylgjan…
í íslenskum landbúnaði. Menn halda því fram, rétt eins og um náttúrulögmál sé að ræða, að með því að nota ekki tilbúinn áburð og aðra tæknilausnir sé verið að hlífa umhverfinu. Þetta orkar tvímælis. Með tilbúnum áburði fæst margfalt meiri uppskera af ræktarlandi en ella. Með öðrum orðum þarf að ryðja mun minna land undir ræktun en ef gömlu „lífrænu“ aðferðirnar væru notaðar. Tilbúinn áburður hlífir því náttúrunni að þessu leyti. Við lífrænu ræktunina þarf einnig meiri orku á framleiðslueiningu en þar sem tilbúinn áburður er notaður. Orku er því í raun sóað. Þeir sem telja að við þurfum að fara gætilega með takmörkuð gæði jarðar, svo sem land og orkugjafa, geta því ekki annað en talað í kross ef þeir telja „lífrænt ræktað“ af hinu góða.