Mánudagur 2. júní 1997

153. tbl. 1. árg.

Samkvæmt nýrri úttekt Fraser Institute í Kanada búa Íslendingar nú…
við töluvert meira frelsi í efnahagsmálum en árið 1975. Þá vorum við á botninum en vorum komin í 41. sæti árið 1990 en erum komin í 21. sæti árið 1995. Margir eru eflaust hissa á þessari hraðferð upp frelsislistann en hafa verður í huga að ástandið hér árið 1975 var ekki beysið. Sem dæmi má nefna sérstakar mjólkureinokunarbúðir, víðtæka verndartollar og önnur innflutningshöft, höft á gjaldeyrisviðskiptum og ríkiseinokun á rekstri útvarps og sjónvarps. Til að hækka frekar á þessum ágæta lista þarf að rifa seglin í ríkisrekstrinum, einkavæða ríkisfyrirtæki, aflétta verndartollum og ríkisstyrkjum í landbúnaði og draga úr skattheimtu.