Miðvikudagur 21. maí 1997

141. tbl. 1. árg.

Áhangendur Búddatrúar fá ekki að reisa hof á Álftanesi…
þar sem embætti forseta Íslands lagðist gegn því. Nú er það ekki nýtt að Ólafur Ragnar Grímsson sé andvígur samkeppni en einkennilegt að hann skuli óttast samkeppni frá aðilum sem hann er nokkuð sannfærður um að séu ekki til. En ýmsir guðir eru einmitt í þeim hópi. Íslendingar verða því enn um sinn að gera sér að góðu að Búbba er á Álftanesi en ekki Búdda.

Viðskiptahornið í umsjón G. Péturs Mattíassonar hefur verið á dagskrá…
í Ríkissjónvarpinu á þriðjudagskvöldum í vetur. Eftir sumardaginn fyrsta var það tekið af dagskrá en mun væntanlegt á dagskrá næsta haust. Ó, já, það eru engin viðskipti á sumrin.

Í Vikublaðinu var í gær viðtal við Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúa…
Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði og formann Blaðamannafélags Íslands. Þar var hann m.a. spurður að því á hvaða stjórnmálamanni hann hefði mest álit. Lúðvík er alþýðubandalagsmaður og því hefði manni kannske dottið í hug að hann nefndi t.d. Margréti Frímannsdóttur, Svavar Gestsson eða Ólaf Ragnar Grímsson. Nei, nei. Formaður Blaðamannafélags Íslands hefur mest álit á Lenín! Og bætir við: „hann var traustur foringi“. Minna má það nú ekki vera.