Þriðjudagur 20. maí 1997

140. tbl. 1. árg.

Í nýjasta tölublaði tímaritsins Economic Affairs sem IEA
gefur út er grein um nýjustu afsökunina fyrir takmörkunum á alþjóðaviðskiptum, undirboðum (dumping). Stjórnmálamenn í iðnríkjum norðursins vilja banna svonefnd undirboð sem eru á kostnað umhverfisins og félagslegra aðstæðna. Þeir vilja banna barni í stórborg að vinna fyrir sér fremur en að svelta eða betla og banna bændum að drepa (sjaldgæf) villidýr sem ráðast á búsmala þeirra. Þetta er þó einmitt það sem Vestulandabúar þurftu að gera til að komast í álnir. Það er einmitt sama fólkið á Vesturlöndum sem talar mest um að hjálpa fólki í fátækum löndum og vill koma í veg fyrir að það geti hjálpað sér sjálft. Auðvitað eru þessar kröfur ekki settar fram af manngæsku einni saman nema sérgæska sé. Vesturlandabúar eru skiljanlega hræddir við samkeppnina frá þeim þjóðum sem eru að iðnvæðast í suðrinu. Þeir ætla því að banna fátækum þjóðum að nota þær aðferðir sem afar okkar og ömmur notuðu til að draga fram lífið.

Uppgangurinn í Austur-Asíu á síðustu árum er ekki vegna…
strangra skilyrða varðandi félagslegar aðstæður og umhverfismál. Þvert á móti hefur verkalýðsfélögum verið haldið markvisst í skefjum enda kennir sagan okkur að lítið samhengi er á milli verkalýðsfélaga og hagvaxtar.