Laugardagur 17. maí 1997

137. tbl. 1. árg.

Æskulýðssamband Íslands hringir þessa dagana í fyrirtæki…
og biður um stuðning í átak sambandsins „Herferð gegn ofbeldi“. Mun herförin einkum eiga að beinast að unglingum. Í stjórn sambandsins sitja heldur engir aukvisar í hermálum. Frægastur þeirra er þó Sigvarður Ari Huldarsson sem freistaði inngöngu í Alþingishúsið í skæruliðabúningi og vopnaður leikfangabyssum fyrir nokkrum árum. Þar var hann að vísu yfirbugaður af öldruðum skjalavörðum þingsins. Tilefni innrásarinnar var yfirvofandi samþykkt EES samningsins. Sigvarður RiddAri var kominn fast að þrítugu þegar þetta gerðist og eins gott að allsherjarnefnd Alþingis frétti ekki af því enda væri hún þá sjálfsagt búin að grípa til viðeigandi ráðstafana gegn fólki á þeim aldri.