Laugardagur 12. apríl 1997

102. tbl. 1. árg.

Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, var ómyrkur í máli varðandi umbæturnar…
í Austur-Evrópu í spjallþætti Jóns Baldvins Hannibalssonar á Stöð 2 um daginn. Þorvaldur er sammála þeim hagfræðingum sem kynnt hafa sér málið en þeir eru allir á einu máli um að hraðar umbætur í þessum löndum hafi gefist betur en hægar. Markaðsöflin séu betri ,,hagstjórnartækien misvitrir stjórnmálamenn og sérfræðingar. Það kom hins vegar ekki fram í þættinum að þeir sem helst hafa barist fyrir hægum umbótum eru annað hvort kommúnistar, eða sósíaldemókratar – eins og Jón Baldvin ætti að vita manna best.