Málgagn Alþýðubandalagsins, Vikublaðið, vék fáeinum orðum…
að VEF//ÞJÓÐ//VILJANUM í síðustu viku. Þar var birt á bls. 2 stutt klausa um það sem kallað var ,,fasismi í Vef-Þjóðviljanum“. Í þessari klausu, sem hvorki var grein né frétt, var greint örlítið efnistökum síðunnar, en hvergi var að finna neinar tilvitnanir, hægt er að tengja fasisma á nokkurn hátt. Helst er hægt að ímynda sér, að Vikublaðsmenn vilji túlka andstöðu við nauðungaraðild að verkalýðsfélögum og gagnrýni á ofbeldi og hótanir svokallaðra verkfallsvarða sem fasisma. Ekkert er fjær sanni, enda eiga skylduaðild að félögum og valdbeiting á götum úti meira skylt við fasisma heldur en þær frjálshyggjuhugmyndir, sem gjarna birtast hér á síðunni.
Að þessu tilefni er ágætt að rifja upp orð fasistaleiðtogans…
Benito Mussolini um þá heimspeki sem hann aðhylltist: ,,Heimspekinni er beint gegn frjálshyggjunni sem reis upp gegn alræðishyggjunni og breytti sögulegu hlutverki hennar með því að gera ríkið að þjóni einstaklingsins. Frjálshyggjan tók einstaklinginn fram yfir ríkið. Fasisminn réttir hlut ríkisins með því að lýsa hinu rétta eðli einstaklingsins…Frjálslyndið blómstraði aðeins í hálfa öld…Á árunum 1870 til 1914 urðu æðstuprestar þessarar trúar [frjálslyndisins] að horfast í augu við hnignun hennar…í dag á frjálslyndið ekki í nein hús að venda…allar vonir í stjórnmálum nútímans eru ófrjálslyndar.”
Þá er sjálfsagt að rifja það upp á annar fasisti, Adolf nokkur Hitler, var formaður Þýska þjóðernissósíalistaflokksins.
Frjálshyggja er jafnmikil andstæða fasisma og kommúnisma þessum tveimur greinum af meiði alræðishyggjunnar.
Í Morgunblaðinu í gær birtist athyglisverð grein…
eftir Þröst Ólafsson, hagfræðing og forystumann í Alþýðuflokknum. Í greininni er að finna afar skýra og markvissa röksemdafærslu fyrir því að áfram verði heimilað frjálst framsal (frjáls viðskipti) aflakvóta, en að þessu frjálsa hefur verið sótt úr ýmsum áttum á undanförnum misserum. Taka ber undir orð Þrastar, enda er forsenda þess að við Íslendingar getum rekið sjávarútveg okkar á hagkvæman hátt að kostir framsalskerfisins nýttir. Þeir stuðningsmenn veiðileyfaskatts, sem vilja láta taka sig alvarlega, fallast á þetta, enda er spurningin um frjálst framsal í sjálfu sér óháð því hvort menn vilja slíka skattheimtu eða ekki. Hins vegar hefur þess gætt, að ýmsir aðilar sem vilja koma höggi á núverandi fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, hafi í öðru orðinu ýtt undir gagnrýni á frjálst framsal, að því er virðist í þeim tilgangi einum að veikja kerfið, þótt þeir hafi í hinu orðinu fallist á framsalið sé forsenda hagkvæmni. Slíkur málflutningur hefur bæði birst í forystugreinum víðlesinna dagblaða og í ræðum forystumanna Alþýðuflokknum, og er ekki hægt að kalla slíkt annað en lýðskrum. Þröstur Ólafsson hefur hins vegar nálgast málið á málefnalegan hátt ber því að fagna grein hans.