Sóknarprestur sparar Íslendingum stórfé

Líklega myndi þjóðaratkvæðagreiðsla um merkingarleysuna „áframhald viðræðna við ESB“ kosta skattgreiðendur hátt í einn milljarð auk alls kyns óbeins kostnaðar og vinnutaps í þjóðfélaginu við kosningabaráttuna.

Sr. Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur í Akureyrarkirkju sendi á dögunum fyrirspurn til Evrópusambandsins um möguleika Íslendinga á að fá undanþágur frá hinum víðtæka regluverki sambandsins.

Svarið barst 25. október eins og Svavar Alfreð greinir frá á bloggsíðu sinni:

The EU rules as such (also known as the acquis) are not negotiable; they must be transposed and implemented by the candidate. Accession negotiations are essentially a matter of agreeing on how and when the candidate will adopt and effectively implement all the EU rules and procedures. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of the existing EU laws and rules.

Please note the EU operates comprehensive approval procedures that ensure new members are admitted only when they can demonstrate they will be able to play their part fully as members, namely by: complying with all the EU’s standards and rules, having the consent of the EU institutions and EU member states and having the consent of their citizens – as expressed through approval in their national parliament or by referendum.

Þetta verður ekki mikið skýrara og í samræmi við handbók sem Evrópusambandið gaf út fyrir umsóknarríki . Pakkinn er ekki innpakkaður. Það geta allir séð hvernig Evrópusambandið er og tekið afstöðu til þess hvort Ísland eigi sækja um aðild. Það þarf engar langdregnar aðildarviðræður sem kostað geta mörg hundruð milljónir króna.

Samkvæmt skoðanakönnunum er mikill meirihluti Íslendinga andvígur aðild að Evrópusambandinu. Og ekki verður annað séð að hið sama gildi um hið nýkjörna þing. Þar eru andstæðingar aðildar í meirihluta og eindregnir stuðningsmenn fáir.