Hér varð hrun

Hrun Samfylkingarinnar í kosningunum um helgina var algerlega ótrúlegt. Stærð þess sést kannski ekki síst á þeirri staðreynd að flokkur borgarstjóra á ekki einn einasta þingmann í Reykjavík. Og ef menn vilja gera sér grein fyrir hversu ótrúleg sú staðreynd er, þá ættu þeir að hugsa til þess að þegar Ólafur F. Magnússon varð borgarstjóri í Reykjavík var hann borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins. Og jafnvel Frjálslyndi flokkurinn átti þá þingmann í Reykjavík.

Í Reykjavíkurkjördæmunum báðum og suðvesturkjördæmi voru alls 160.000 manns á kjörskrá og þaðan koma 35 þingmenn. Þar á Samfylkingin engan þingmann. Þetta eru sveitarfélögin Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes.

En ekkert af þessu mun draga úr sannfæringu Samfylkingarmanna þegar þeir tala í nafni þjóðarinnar.