28. janúar 1997: Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands,…
vonast til þess að kröfur á hendur ríkinu verði ekki undir fimm milljarðar króna,“ segir í frétt í Mogganum í morgun um kröfur formanna innan Alþýðusambandsins. Kröfur formannanna snúast nánast um allt milli himins og jarðar, svo sem skatta-, lífeyris-, heilbrigðis-, mennta-, húsnæðis-, vaxta- og GATT-mál. Fram kemur og að Guðmundur hafi ekki um margt að ræða í kjarasamningum fyrr en ríkisvaldið hefur gengið að þessum kröfum. En því miður fyrir verkalýðsrekendurna er það bara misskilningur hjá þeim að félög þeirra hafi kosið þá til að setja landslýð lög. Hér eru það sem betur fer enn lýðræðislega kjörnir fulltrúar almennings sem sjá um slíka hluti, enda fer best á því að lög séu almenn en ekki sett til að friða einstaka hópa í kjarasamningum. Verkalýðsrekendur ættu í kröfugerð sinni að halda sig við að reyna að bæta kjör umbjóðenda sinna með samningum um þau við vinnuveitendur þeirra en ekki með fjárkúgunum á hendur ríkisvaldinu, sem á endanum verða greiddar úr vösum almennings.
Þriðjudagur 28. janúar 1997
28. tbl. 1. árg.