Vefþjóðviljinn 284. tbl. 18. árg.
Arnar Sigurðsson vínáhugamaður birti í gær á Facebook glæruna hér að neðan en hún úr kynningarefni forstjóra ÁTVR. Þetta er áhugavert því stuðningsmenn einokunar ÁTVR með verslun með áfengi halda því jafnan fram að „heft aðgengi“ sé ein helsta réttlætingin fyrir einokuninni.
Arnar tekur jafnframt dæmi af verslun ÁTVR á Vopnafirði:
Velta Einokunarverslunar Ríkisins á Vopnafirði er 37m. á ársgrundvelli. Miðað við 12% álagnigu ætti slíkt að gefa um kr. 370.000 á mánuði til rekstursins, þ.m.t. greiðslu flutningskostnaðar. Ríkisrekstur í hnotskurn.
Svo litlar tekjur standa auðvitað ekki undir sérverslun en gætu rennt styrkari stoðum undir aðra verslun, til að mynda matvöruverslun, í litlum plássum.