Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins 11. janúar síðastliðinn sagðist Friðrik Már Baldursson prófessor við Háskólann í Reykjavík ekki treysta sér til að leggja mat á hvort íslenska ríkinu bæri lögum samkvæmt að hlaupa undir bagga vegna mislukkaðra viðskipta Landsbankans og erlendra sparifjáreigenda. Það væri ekki hans sérfræðisvið. Friðrik var hins vegar mjög áfram um að ríkissjóður tæki þessar skuldbindingar á sig því annars gæti ríkissjóður átt erfitt með að fá aukin lán á næstu árum. Í gær ítrekaði hann þessa spá sína.
Síðast þegar Friðrik Már spáði svo eftir var tekið var með skýrslu sem hann samdi ásamt Richard Portes í nóvember 2007 um það hvernig íslensku bankarnir brugðust við smákreppunni 2006. Þar sagði meðal annars á kjarngóðri útrásaríslensku:
Icelandic economy.
The Icelandic financial sector responded quickly and decisively: They expanded their deposit base, and deposit ratios are now higher. The resilience and responsiveness of the banking sector have been impressive. Yet in the current financial turmoil, is that enough? Despite their strong performance, Icelandic banks still have lower ratings than their Nordic peers, and a much higher risk premium is currently placed on their debt. We see no justification for this in their risk exposure. This suggests that either the markets are not fully aware of their situation, or that markets place a country premium on the banks. Our report examines closely the current state of the Icelandic banks and financial sector, as well as the regulatory and macroeconomic environment. The institutional and regulatory framework appears highly advanced and stable. Iceland fully implements the directives of the European Unions Financial Services Action Plan (unlike some EU member states). The budget of its Financial Services Authority was recently doubled. |
Í stuttu máli má segja að Friðrik Már hafi tæpu ári fyrir algert hrun íslensku bankanna sagt að markaðurinn hlyti að hafa rangt fyrir sér um áhættusækni íslensku bankanna. Það væri asnalegt að þeir þyrftu að greiða hærri vexti en aðrir bankar á Norðurlöndum. Ekkert réttlætti hærra skuldatryggingarálag á íslensku bankana! Nú væru þeir líka blessunarlega búnir að ná sér í aukin innlán sparifjáreigenda erlendis. Það var nú aldeilis gæfa.