Vefþjóðviljinn 241. tbl. 19. árg.
Þau geta bera ekki stillt sig. Ríkið verður að hafa puttana í þessu. Bara einhvern veginn.
Fyrir þingkosningar 1999 boðaði Samfylkingin hækkun á fjármagnstekjuskatti úr 10 í 40% til að taka nú af festu á hvers kyns fjármagnseigendum, húseigendum þar með töldum. Ef þessi stefna hefði náð fram að ganga hefðu leigusalar þurft að hækka leigu um 50% til að hafa sömu tekjur og áður.
Smám saman hefur Samfylkingin verið að þynna þessa stefnu sína út. Skattinn hækkaði hún að vísu í 20% á síðasta kjörtímabili.
En það nýjasta er að Samfylkingin vill veita íbúðareigendum skattaafslátt fyrir að leigja þær út. Í grein í Fréttablaðinu í dag skrifar Árni Páll Árnason formaður hennar:
Þess vegna leggjum við til skattaafslátt til einstaklinga vegna útleigu einnar íbúðar til að lágmarki 12 mánaða.
Þannig hefur stefnan farið úr 40% skatti í skattaafslátt.
Ætli það hafi aldrei hvarflað að krötunum á þessari leið frá háum skatti í ríkisstyrk til leigusala að kannski gætu viðskipti leigusala og leigjenda bara gengið ágætlega fyrir sig án þessara merku úrræða sem Samfylkingin hefur flakkað á milli frá stofnun sinni?