Föstudagur 28. ágúst 2015

Vefþjóðviljinn 240. tbl. 19. árg.

Icesave-samningarnir voru ekki góðir.

Icesave-III var vondur. En hann var hátíð við hliðina á Icesave II.

Icesave-II  var skelfilegur. Samt vantaði ekki „sérfræðinga“ sem vildu samþykkja hann. Ríkisútvarpið barðist eins og venjulega. Aðilar viðskiptalífisns, þessir sem alltaf eru tilbúnir að sýna ábyrgð, þessir sem alltaf eru til í að afsala fullveldi landsins í stórum eða smáum skömmtum, þessir sem alltaf virðast komast í fréttatíma og að eyrum ráðamanna, þeir vildu endilega láta samþykkja Icesave II.

Þeir sem vildu samþykkja Icesave II, þeir vildu líka um daginn að Ísland héldi áfram að vera umsóknarríki í Evrópusambandið.

Icesave III og Icesave II voru eins og þeir voru. Annar slæmur en hinn skelfilegur.

Í dag eru hins vegar sex ár liðin frá því Alþingi samþykkti lög um Icesave I. Það er ekki lengra síðan.

Margir þeirra sem börðust fyrir öllum Icesave-samningunum þremur eru enn að láta að sér kveða og reyna að hafa vit fyrir öðrum.