Vefþjóðviljinn 82. tbl. 20. árg.
Í nýjum sjónvarpsauglýsingum um eitthvað kostaboð frá stéttarfélögunum er tekið fram að menn geti fengið styrki frá félögunum til þess að nýta sér það.
Svo er klykkt út með því að menn geti séð á launaseðlum sínum í hvaða stéttarfélagi þeir séu!
Á vef stéttarfélaganna er mönnum bent á að spyrja launagreiðanda eða trúnaðarmann í hvaða félag þeir eigi að greiða.
Er ekki verið að fara öfuga leið að þessu? Væri alveg ómögulegt að fólk þyrfti að finna sjálft hjá sér þörf til að ganga í stéttarfélag? Og svo kannski velja félagið sjálft?