Í Viðskiptablaðinu nú í vikunni er umfjöllun um skattheimtu…
í nafni umhverfisverndar. Í leiðara blaðsins segir af því tilefni: Umhverfisskattar eru flókin fyrirbæri sem ekki verða settir á nema að vel athuguðu máli. Þar verður atvinnulífið sjálft að taka af skarið og móta stefnuna. Þó svo umhverfisskattar sér settir á í góðum tilgangi þ.e. að vernda náttúruna og draga úr mengun geta þeir snúist upp í andhverfu sína. Og annað sem skiptir máli er að ríkissjóður má og getur aldrei sett á umhverfisskatta til þess eins að búa til nýja tekjulind – en sú hætta er vissulega fyrir hendi eins og dæmin sanna.
Í nýju fréttabréfi Aðalskoðunar hf. er rifjuð upp frétt úr Morgunblaðinu…
frá 12. ágúst 1994 en þar kom fram að biðtími eftir skoðun hjá Bifreiðaskoðun Íslands væri einn og hálfur mánuður! Þetta var á þeim tíma sem Bifreiðaskoðun Íslands var eina starfandi fyrirtækið í skoðun ökutækja enda hafði ríkið haft einokun á þessari þjónustu um áratuga skeið. Nú geta menn að öllu jöfnu fengið skoðun samdægurs.