E f marka má fréttir hefur Friðrik Már Baldursson prófessor í hagfræði lagst gegn því í áliti til Alþingis að gjaldeyrishöftin verði afnumin með skjótum hætti. Morgunblaðið vitnaði í greinargerð Friðriks á fimmtudaginn.
Ef höftunum yrði aflétt fyrirvaralaust myndi krónan í versta falli lækka að aflandsgenginu, segir Friðrik Már. „En engin leið er að sjá fyrir hvar það ferli myndi enda, það vill enginn grípa beittan hníf í fallinu. […] Enginn ábyrgur aðili getur leyft sér að útiloka að sú áhætta sem hér er lýst sé til staðar.“ |
Friðrik Már hafði nú örlítið meira sjálfstraust í gengisspádómum í vor þegar hann mælti með því að ríkið tæki ábyrgð á skuldbindingum einkabankans Landsbanka. Þá var rætt um hugsanlega gengisáhættu vegna slíkra skuldbindinga í erlendri mynt. Friðrik var til svara í Ríkisútvarpinu.
Mér finnst kannski fullmikið gert úr því. Raungengi krónunnar er mjög lágt, langt undir langtímameðaltali núna. Það er erfitt að sjá fyrir sér að það veikist mikið til langframa að minnsta kosti. |
En svo var Friðrik Már líka á ferðinni með spákúluna í nóvember 2007. Þá skrifaði hann skýrslu með Richard Portes sem dró úr áhyggjum margra af stöðu bankakerfisins. Þar skrifuðu þeir einnig um gengismál.
In an economy so small and so highly leveraged in international financial markets, one might expect a high volatility of financial variables: the exchange rate, equity prices, and bond yields. We do not find especially high volatilities. We focus in particular on the Icelandic krona, which many see as an important risk factor for Iceland and the Icelandic banks. In fact, the krona is not much more volatile against major currencies than the currencies of New Zealand, Sweden and Australia. |
Skömmu síðar féll krónan um tugi prósenta gegn helstu myntum.