Föstudagur 23. ágúst 2002

235. tbl. 6. árg.

M

Úr sýningu Þjóðleikhússins á verkinu Með fulla vasa af grjóti sem að sjálfsögðu er sýnt á Smíðaverkstæðinu.

úrskemmdir í einu af leikhúsum hins opinbera í miðbæ Reykjavíkur voru fyrsta frétt Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Var leikhússtjórinn, og hér er hvorki átt við Halldór BlöndalÁrna Þór Sigurðsson, fenginn til að vitna um að viðhald leikhússins hafi verið af skornum skammti árum ef ekki áratugum saman og múrhúðin væri víða farin að losna af. Þeir sem híma undir veggjum hússins hafa jafnvel mátt eiga von á grjótmulningi yfir sig að sögn leikhússtjórans. Nú má sjálfsagt ræða það í löngu máli hvort þessar múrskemmdir voru brýnasta fréttaefni gærdagsins en að vissu leyti er fréttamönnum ríkisins vorkunn því helstu fréttatímar á útvarps- og sjónvarpsstöðvum þess eru alltaf jafnlangir, hvort sem eitthvað fréttnæmt hefur gerst eða ekki. En það er ekki málið hér.

Eftir að Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri hefur útskýrt það í fyrstu frétt í Ríkissjónvarpinu að það vanti eittþúsund milljónir króna til að gera við einn af skemmtistöðum hins opinbera í miðbæ Reykjavíkur hvernig má það vera að uppi eru áform um að byggja annan skemmtistað, svokallað tónlistarhús, fyrir fjóra milljarða króna handan fjármálaráðuneytisins? Er mönnum alvara með því að fara af stað með byggingu á nýrri skemmtanahöll á meðan önnur slík er að molna í sundur? Hvernig væri að setja ríkinu það markmið að það ráði sæmilega við þau verkefni sem það hefur þegar á sinni könnu áður en ráðist er í ný? Það væri ekki síst ráðlegt vegna þess að yfirleitt er komið að viðhaldi á byggingum hins opinbera áður en tekst að ljúka þeim og kostnaður fer oftar en ekki langt fram úr áætlun.