Vefþjóðviljinn 56. tbl. 20. árg.
Í fréttum í gær var haft eftir Skúla Magnússyni héraðsdómara að allir væru sammála um að bæta þyrfti ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins um framsal fullveldis til alþjóðlegra stofnana. Skúli sat um hríð í stjórnarskrárnefndinni sem skilaði tillögum að breytingum á stjórnarskrá nýlega þar sem ekki er að finna tillögu um slíkt framsal.
En þetta er sagt vera það sem allir vilja.
Það hefur þá ýmislegt breyst frá fyrir einu og hálfu ári en þá fékk Andríki MMR til kanna viðhorf landsmanna til þess arna.
Í könnuninni var spurt: Hversu hlynntur eða andvígur ert þú því, að stjórnarskrá Íslands verði breytt þannig að Alþingi verði heimilað að framselja hluta íslensks ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana?
Niðurstöðurnar voru mjög afgerandi, en 69,8% svarenda sögðust á móti því að þetta yrði gert. Hins vegar voru 14,3% hlynnt því.