Það er reglulega gaman að vita til þess, sem hefur verið varpað ljósi á síðustu daga, að ríkisstarfsmenn vinna sér inn orlofsrétt á meðan þeir eru í fæðingarorlofi. Orlof á orlof ofan. Hverjum þykir ekki sjálfsagt að vinna sér inn orlofsrétt á meðan orlofi stendur? Er nokkuð réttlæti í því að þeir sem eru í fríi vinni sér ekki inn frí eins og þeir sem mæta eins og asnar í vinnuna upp á hvern dag? Því hafa framsæknir menn klagað það til félagsmálaráðuneytisins að orlof í fæðingarorlofi sé ekki almenn regla í samfélaginu. Og fyrrverandi félagsmálaráðherra tók undir með þeim en þá kom einhver úrskurðarnefnd og gaf annað álit. En annað hvort verður lögunum breytt eða ríkið dregið fyrir dómstóla fyrir það er greiða ekki öllum orlof í orlofi. Það má alltaf gera atlögu að heimsmetinu í heimtufrekju.
Þetta orlof á orlof ofan er raunar í stíl við annað eftir að réttur manna til fæðingarorlofs „jafnaður“ með nýjum lögum á árinu 2000. Fyrir gildistöku laganna var miðað við að allar fjölskyldur fengju sömu krónutölu frá ríkinu á meðan fæðingarorlofi stæði þótt ríkisstarfsmenn hefðu að vísu betri rétt samkvæmt kjarasamningum sínum.
Eftir hina miklu jöfnun árið 2000 sem lofuð var og prísuð vítt og breitt um landið er að vísu mjög misjafnt hvað menn fá. Það er raunar ekkert öðruvísi en að aldrei í sögu mannkyns hefur munur á bótagreiðslum hins opinbera verið jafnmikill og í fæðingarorlofi á Íslandi. Enda er búið að „jafna réttinn“ til fæðingarorlof. Það sjá allir.
<!––> <!––>
<!––> <!––> <!––> <!––>