Útgefendur Fréttablaðsins og Fréttatímans senda 8 sinnum í viku 80 – 90 þúsund eintök af dagblöðum sínum inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Fréttablaðið kemur út sex sinnum og Fréttatíminn tvisvar.
Ef hvert blað er um 160 grömm eru tonnin um 100 í viku hverri.
Þá eru ótaldir auglýsingabæklingar sem fljóta gjarnan með í dreifingunni.
Stór hluti af þessum blöðum er aldrei lesinn enda hafa fáir beðið um að fá þau send heim.
Sveitarfélögin hafa hvert á fætur öðru sett upp sérstök kerfi, eins og bláu tunnuna í Reykjavík, til að hirða papparuslið eftir þessa útgefendur og sigla því aftur út í heim. Um leið hafa þau dregið úr almennri sorphirðu og hækkað gjöldin fyrir hana.
Hvers vegna eru sveitarstjórnarmenn svo áhugasamir um að auðvelda þessum fyrirtækjum að senda óþarft papparusl heim til fólks?