Hann dó ég hló

Margt af því sem Donald Trump sagði í kosningabaráttunni vestan hafs var ekkert annað en argasti sósíalismi og margt af því sagði hann á ósmekklegan hátt.

Þeir sem virðast reiðastir yfir kjöri Trumps eru þeir sem eru svo sammála honum um að ríkisvaldið skuli vera stórt og hafa mikil afskipti af borgurunum. Þeir eru bæði reiðir yfir því að súpan sé bragðvond og naumt skömmtuð.

En andstæðingar Trumps létu sér ekki nægja að lýsa löstum hans heldur gengu þeir mjög langt í því að tíunda kosti eins mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton forsetaefnis demókrata. Af þeim lýsingum að dæma er Hillary Clinton einstæður mannvinur og flekklaust góðmenni sem hvergi hefur komið nálægt stjórnmálum áður.

Hér sýnir hún til að mynda viðbrögð við dauða annarrar manneskju, Gaddafi einræðisherra í Líbýu.