Vefþjóðviljinn 190. tbl. 20. árg.
![Sko lýðræðið er með nokkrum undanþágum, kyn og aldur til dæmis, já og Icesave. Frá fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Mynd af xs.is.](https://andriki.is/wp-content/uploads/2016/07/tumblr_inline_o9ywx0ImsK1r1ofoj_540.png)
Sko lýðræðið er með nokkrum undanþágum, kyn og aldur til dæmis, já og Icesave. Frá fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Mynd af xs.is.
34 ára gamall formaður í aðdáendafélagi Ronaldos á Íslandi fær 1% atkvæða í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir þingkosningar næsta vor. 36 ára gamall stjórnarmaður í Tólfunni fær 99% atkvæða í þriðja sætið.
Ronaldo aðdáandinn fær þriðja sætið.
Þetta er ný regla hjá Samfylkingunni. Flokki sem leggur áherslu á lýðræði.
Gamanlaust.
Það eina sem gæti bjargað gamla Tólfumanninum er að í efstu tveimur sætunum séu konur, Móðir Teresa og María Guðsmóðir. Þá færist önnur þeirra niður í þriðja sætið og Tólfumaðurinn upp í annað sætið áður en Ronaldomaðurinn fellir hann. En þær skulu þá biðja fyrir sér að vera á réttum aldri. Annars heldur leiðin niður listann áfram.