Vefþjóðviljinn 183. tbl. 20. árg.
Vaxtabætur og barnabætur lækka nú ár frá ári. Færri og færri fá slíkar bætur.
Þetta er ánægjuleg þróun, ekki aðeins fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur.
Fyrst og fremst er þetta ánægjuefni fyrir þá sem falla út af bótalistanum því það þýðir að þeir eru að auka tekjur sínar og einnig að greiða skuldir sínar og bæta eignastöðu sína.
En allt eins má búast við því að vinstri menn muni lýsa yfir þungum áhyggjur af þessari jákvæðu þróun.