Vefþjóðviljinn 178. tbl. 20. árg.
Það hlýtur að koma að því að atkvæði (a) hvítra, (b) aldraðra, © karlkyns (d) verkamanna verði talin sér í kosningum á borð við þær sem fóru fram í Bretlandi í fyrradag. Og svo margfaldað með eins og 0,8 í atkvæðið fyrir hvern af hinum óæskilegum flokkum sem menn fylla, þannig að verstu dæmin hafi innan við hálft vægi ungrar hörundsdökkrar konu með meistaragráðu.
Rithöfundurinn Salman Rushdie skrifaði til að mynda á Twitter:
Old Farts 1 The Future 0. Well done England. Maybe lose to Iceland next & get out of Europe properly?
Gamlir frethólkar höfðu betur gegn framtíðinni öðru nafni unga jákvæða fólkinu. Hvernig niðurlægjum við land og þjóð eiginlega næst? Töpum við kannski fyrir Íslandi ha?
En þessi fáránlega umræða undirstrikar þó eitt. Það fer best á því að hver maður ráði sem mestu um sín mál sjálfur en láti hvorki gamla frethólka né unga fallega fólkið ráðskast með sig, hvorki í þjóðaratkvæðagreiðslum né atkvæðagreiðslum á þingi eða sveitarstjórnum.