Föstudagur 24. júní 2016

Vefþjóðviljinn 177. tbl. 20. árg.

Katrín Jakobsdóttir hefur komið sjálfri sér á óvart í tvígang eftir tap í þjóðaratkvæðagreiðslum.

Katrín Jakobsdóttir hefur komið sjálfri sér á óvart í tvígang eftir tap í þjóðaratkvæðagreiðslum.

Fólk hefur þetta öðruvísi í Bretlandi en á Íslandi.

Forsætisráðherra Bretlands tapar þjóðaratkvæðagreiðslu. Tapar mjög naumlega en tapar samt.

Hann tilkynnti afsögn sína daginn eftir.

Katrín Jakobsdóttir formaður VG segir að afsögnin komi ekki á óvart.

Ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms töpuðu tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum á Íslandi.

Enginn þeirra sagði af sér. Katrínu kemur mjög á óvart að Katrín hafi ekki sagt af sér.

Enginn þeirra sem barðist opinberlega fyrir Iceave hefur beðist afsökunar á því. Enginn biðst afsökunar á því að hafa reynt að fá samlanda sína til að samþykkja þá glötuðu samninga.