Vefþjóðviljinn 176. tbl. 20. árg.
Með bankahruninu og eldgosunum sem fylgdu árin þar á eftir urðu slík snjóboltaáhrif í kynningu á landi og þjóð og þar með í íslenskri ferðaþjónustu að menn hljóta að velta því fyrir sér hvort þörf sé að sérstökum ríkisstofnunum sem sinna landkynningu. Er ekki ríkissjóður bara að ausa vatni í stórfljót með því að henda fjármunum skattgreiðenda í svonefnda landkynningu?
Um leið er sú spurning áleitin hvort ferðaþjónusta eigi ekki að greiða skatta til jafns við aðrar greinar. Það væri til að mynda fróðlegt að vita hve mikið mætti lækka hærra þrep (24%) virðisaukaskatts með því að ferðaþjónustan yrði færð úr 11% þrepinu.