Fimmtudagur 12. maí 2016

Vefþjóðviljinn 133. tbl. 20. árg.

Þeir þingmenn vinstri grænna sem vilja skylda frambjóðendur til að opna heimilisbókhald sitt ættu kannski að sýna gott fordæmi og gera það sjálfir.
Þeir þingmenn vinstri grænna sem vilja skylda frambjóðendur til að opna heimilisbókhald sitt ættu kannski að sýna gott fordæmi og gera það sjálfir.

Þrír þingmenn vinstri grænna hafa lagt fram frumvarp um að efstu 10 frambjóðendur á framboðslistum til þings upplýsi um tekjur, skuldir og eignir sínar ásamt maka.

Hvernig væri að þessir ágætu þingmenn byrjuðu á því að sýna gott fordæmi með því að birta þessar upplýsingar úr eigin heimilisbókhaldi? Svona áður en þeir leggja öðrum lífsreglurnar. Eða er þetta bara sýndamennska eins og bíllausi dagurinn þegar allir áttu að skilja bílinn eftir heima nema borgarfulltrúarnir sem boðuðu til hans?

Það er að sjálfsögðu ekkert rangt við það að frambjóðendur birti upplýsingar af þessu tagi sjái þeir ástæðu til þess. Það auðveldar kannski einhverjum kjósendum valið ef sumir frambjóðendur gera þetta en aðrir ekki.